26.1.2009 | 14:36
Þorramatur
Svið eru lambahöfuð, sem eru sviðin yfir eldi eða með logsuðutæki til þess að brenna burt ullina, og síðan soðin með salti. Mörgum finnast augun best, en mestur matur er í kjömmunum og tungunni. Í tungunni er lítið bein, sem heitir málbein. Ef ómálga barn er á heimilinu á að brjóta það í þrjá hluta. Annars verður barnið mállaust.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.